gerumBetur_Hvitur.jpg.jpg
 

VÍSITALA FÉLAGSLEGRA FRAMFARA

 

Með því að nota vísitölu félagslegra framfara er notaður mælikvarði sem gerir bæjarstjórn kleift að mæla með áþreifanlegum hætti hagsæld íbúa bæjarfélagsins á hverjum tíma. Hér er rýnt í samfélagslega og umhverfislega vísa en ekki hagfræðilega, það er að segja fylgst er með því hvort að bæjarfélagið sé að mæta grunnþörfum íbúanna, viðhalda eða bæta lífsgæði íbúanna og veita þeim þau tækifæri sem íbúarnir hafa væntingar um. Með þessari aðferð má því fylgjast með hvort að peningunum bæjarbúa sé vel varið.

Vísitalan er líka verkfæri sem við getum notað til að mæta heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en ein helsta forsenda þess að hægt verði að ná þeim markmiðum er að sveitar- og bæjarfélög vinni að þeim með markvissum hætti.

Við viljum gera betur með því að fylgjast með félagslegum framförum bæjarbúa og forgangsraða fjármunum bæjarins í samræmi við vísitöluna.