gerumBetur_Hvitur.jpg.jpg
 

VELFERÐARMÁL
 

Viðreisn vill góða velferðarþjónustu sem byggir á jafnrétti, mannréttindum, virðingu, virkni og hjálp til sjálfshjálpar. Við viljum tryggja að lífskjör og tækifæri íbúa Mosfellsbæjar séu í fremstu röð.

  • Við viljum bæta ferðaþjónustu fatlaðra. Við viljum vera framúrskarandi í gerð NPA samninga og tryggja óháð og öflugt notendaráð fatlaðra.

  • Við viljum gera betur í málefnum aldraðra með því að efla atvinnuþátttöku þeirra og upplýsa eldri borgara um réttindi sín og þjónustuleiðir sem þeim standa til boða.

  • Við viljum bjóða upp á fjölbreyttara félagsstarf, fleiri pláss í dægradvöl og bæta heimaþjónustu til aldraðra.

  • Við viljum að aldraðir njóti einstaklingsmiðaðrar þjónustu og samfellu í þjónustu með kvöld- og helgarþjónustu.

  • Við viljum erum hlynnt því að útvistun á þjónustu til velferðarmála sé aukin, til að tryggja að íbúar fái faglega og réttláta þjónustu við hæfi.

  • Við munum kanna lífskjör og þjónustu við aldraða á a.m.k. tveggja ára fresti og tryggja þannig að þörfum sé mætt og þjónusta þróuð í takt við breytingar á þörfum aldraðra.

  • Við viljum að öldungaráð sé óháð stjórnsýslunni og geti þannig verið samráðsvettvangur milli aldraðra og stjórnsýslunnar.

  • Við viljum standa vörð um heilsugæsluna í Mosfellsbæ.

  • Við viljum gera betur fyrir börn með því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Mosfellsbæ