gerumBetur_Hvitur.jpg.jpg
 

SKIPULAGS – OG UMHVERFISMÁL
 

Við viljum gera betur í skipulagsmálum með því að einfalda ferla, auka gagnsæi og tryggja að ákvörðunartaka sé fagleg og málefnaleg. Þá þarf sérstaklega að vanda til verka við skipulagsbreytingar.

 • Við viljum fjölbreytt framboð af íbúðarhúsnæði sem þjónar þörfum samfélagsins, að mestu í lágreistri byggð.

 • Við viljum þrýsta á lausnir sem létta á umferðarþunga frá Mosfellsbæ og austurhluta Reykjavíkur.

 • Við styðjum frekari uppbyggingu á almenningssamgöngum í sérrými (borgarlínu). Auka tíðni stofnleiða strætó á háannatímum og stilla betur saman tengingar milli strætóleiða í Háholti þannig að strætó nýtist íbúum við að komast milli hverfa bæjarins.

 • Strætó á almennt ekki að vera gjaldfrjáls, en hægt væri að gera tilraun með að bjóða íbúum upp á gjaldfrjálsan strætó í eitt ár til að minnka umferðarþunga og auka almenna notkun á strætó.

 • Við viljum að tafarlaust verði sett upp hraðamyndavél á Þingvallaveginum og þrýsta á að framkvæmdum við varanlega lausn vegarins verði flýtt.

 • Við viljum gera hjólastíg að Esjunni í samvinnu við Reykjavíkurborg.

 • Við viljum bæta aðgengi íbúa að hundagerði í Ullarnesbrekku og skilgreina nýtt svæði í útjaðri byggðar fyrir lausagöngu hunda eins og er gert í nágrannasveitarfélögum.

 • Við viljum stuðla að því að atvinnulíf í Mosfellsbæ þróist til framtíðar með þeim hætti að í bænum bjóðist fjölbreytt og eftirsóknarverð störf og þjónusta við allra hæfi.

 

Mosfellsbær á að vera í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum. Við viljum að íbúar og náttúran séu í fyrsta sæti þegar það kemur að ákvarðanatöku í þessum málaflokki.

 • Við viljum gera betur í mengunarvörnum, vinna markvisst að því að draga úr mengun, t.d. með því að þrífa betur götur og stíga bæjarins og mæla loftgæði í bænum að staðaldri. Skoða þarf leiðir til að draga úr svifryksmengun, t.d. með takmörkun eða álagningu á notkun nagladekkja. Þá daga sem mengun fer yfir hættumörk viljum við að frítt sé í strætó.

 • Við viljum auðvelda flokkun sorps, efla grenndarstöðvar og gera íbúum kleift að flokka lífrænan úrgang.

 • Við viljum gera betur í viðhaldi og hreinsun á sameiginlegum opnum svæðum bæjarins.

 • Við viljum sporna gegn því að mengandi iðnaður safnist saman við bæjarmörkin, þar á meðal lyktarmengandi iðnaður.

 • Við viljum hafa gott samstarf við nágranna sveitarfélögin til þess að tryggja, að þungaflutningar í gegnum Mosfellsbæ og verði innan ásættanlegra marka.