gerumBetur_Hvitur.jpg.jpg
 

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAMÁL

 

Mosfellsbær er heilsueflandi bær. Við viljum að Mosfellsbær verði framúrskarandi þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsmálum. Til þess að ungmennin okkar geti alist upp í heilsueflandi og frjóu umhverfi er nauðsynlegt að styðja við þessi málefni.

  • Viðreisn styður fjölbreytt íþróttalíf í Mosfellsbæ og íþróttir fyrir alla óháð kyni, aldri eða stöðu.

  • Íþróttafélögin eiga að setja sér viðbragðsáætlun í kynferðisbrotamálum og jafnréttis- og jafnlaunastefnu. Fjárhagsstuðningur bæjarfélagsins er skilyrtur því að slík áætlun sé til staðar og endurskoðuð árlega.

  • Tryggja verður jöfn tækifæri barna til náms og tómstundastarfs eins og kostur er. Horft verður til verkefna eins og “Tinnu” í Reykjavík til að koma móts við efnaminni foreldra og tryggja að börn upplifi ekki mismunun vegna fátæktar eða félagslegra aðstæðna.

  • Við viljum standa vörð um öfluga íþrótta- og æskulýðsstarfsemi með framúrskarandi íþróttamannvirkjum og aðstöðu til framtíðar.

  • Viðreisn vill að stofnaður verði samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar ásamt öðrum hagsmunaaðilum varðandi uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja í bænum.

  • Við teljum brýnt að bæta strax félagsaðstöðu Aftureldingar.