gerumBetur_Hvitur.jpg.jpg
 

FRAMBJÓÐENDUR

VidMos03209_1_preview.jpg

1. Valdimar Birgisson

Valdimar Birgisson er fæddur árið 1962 á Ísafirði. Hann vann frá unga aldri við fiskvinnslu á Ísafirði og skíðaði af kappi. Hann fór á sjó eins og margir ungir menn á Ísafirði og var á sjó í nokkur ár. Valdimar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2001 þegar hann hóf störf á Fréttablaðinu. Valdimar var í stofnhópi Fréttatímans en vinnur núna á Fréttablaðinu. Hann er kvæntur Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamanni og þau eiga samtals sex börn og Valdimar á tvö barnabörn.

„Það var gæfa fjölskyldunnar að flytja til Mosfellsbæjar árið 2008 korter í hrun því hér er dásamlegt að búa. Mig langar því að leggja mitt af mörkum til þess að gera bæinn enn betri. Við sem stöndum að framboði Viðreisnar komum með nýja nálgun á sveitastjórn og teljum okkur geta gert betur með því að setja hagsmuni fjölskyldufólks í forgang“.


VidMos03171_1_preview.png

2. Lovísa Jónsdóttir

Lovísa Jónsdóttir er 43 ára hugverkalögfræðingur. Lovísa er uppalin í Mosfellsbæ, var í Varmárskóla og síðan Gaggó Mos en Lovísa hefur stærstan hluta ævinnar búið í Mosfellsbæ og á þar stóra fjölskyldu og djúpar rætur. Lovísa er gift Ólafi Birni Guðmundssyni og saman eiga þau eina dóttur, en fyrir á Lovísa tvo syni.

Lovísa er með stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist með meistarapróf í viðskiptalögfræði (cand.merc.jur) frá Álaborgarháskóla árið 2003. Lovísa er eigandi og framkvæmdastjóri Tego hugverkaráðgjafar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu varðandi hugverkaréttindi.

„Ég tek þátt í framboði Viðreisnar vegna þess að ég tel nauðsynlegt að gera betur í málefnum bæjarins. Við viljum sameinast í því að gera betur fyrir alla íbúa Mosfellsbæjar og taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. T.d. viljum við auka gagnsæi í rekstri bæjarins, setja á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem íbúar geta leitað til og veitir stjórnsýslunni aðhald. Við þurfum að gera betur í öllum málaflokkum, skóla- og dagvistunarmálum, umhverfismálum, málefnum eldri borgara og svo mætti lengi telja. Ég tel að við í Viðreisn getum gert betur fyrir Mosfellinga!“.


VidMos03201_1_preview.jpg

3. Ölvir Karlsson

Ölvir er 29 ára lögfræðingur og starfar í dag að sölu- og markaðsmálum hjá Reykjagarði. Hann er uppalinn í sveitasælunni á Suðurlandi og því var það honum eðlislægt að flytja til Mosfellsbæjar fyrir um tveim árum. Ölvir og eiginkona hans Sara eiga saman tvö börn, Lovísu Karol og Karl.

Ölvir hefur áhuga á að leggja sitt að mörkum við að gera sveitarfélagið enn betra. Hann hefur látið nokkuð að sér kveða í félagsmálum í bænum. Umhverfis- og skipulagsmál eru honum hugleikin.

„Ég trúi því að Viðreisn eigi fullt erindi í sveitarstjórnarmálin í Mosfellsbæ sem hófsamt og frjálslynt afl sem setur almannahagsmuni í forgang. Við í Viðreisn ætlum að leggja okkur öll fram við að láta gott af okkur leiða ef við fáum til þess umboð frá íbúum Mosfellsbæjar“.


VidMos03176_1_preview.png

4. Hildur Björg Bæringsdóttir

Hildur Björg Bæringsdóttir er 41 árs viðskiptafræðingur og kennari með meistaragráðu í ferðamálafræði og hótelstjórnun. Hildur kenndi viðskiptagreinar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þjónustu og hótelrekstur í framhaldsskóla í Gautaborg og ensku í Varmárskóla. Í dag starfar Hildur sem verkefnastjóri hjá Meet in Reykjavík. Hildur er uppalin í Mosfellsbæ og Bandaríkjunum og stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Árið 2012 flutti Hildur heim frá Svíþjóð eftir fimm ára búsetu þar. Hún er gift Grétari Páli Jónssyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn Kolbrúnu Helgu 6 ára, Jón Gauta 9 ára og Daníel Bæring 12 ára. Þau eru öll í Varmárskóla. Skólamál eru Hildi mjög hugleikin. „Ég legg áherslu á að skólastefna Mosfellsbæjar sé endurskoðuð og hugsuð til framtíðar. Ég vil bjóða börnum og kennurum bæjarins upp á nútíma tækni og aðbúnað til að geta tekist á við verkefni sín í takt við þann heim sem við búum í“.


VidMos03199_1_preview.jpg

5. Magnús Sverrir Ingibergsson

Magnús S. Ingibergsson er fæddur 1971 og er menntaður húsasmiður og lauk meistaranámi í húsasmíði árið 2007. Hann hefur starfað sem byggingarverktaki frá árinu 2004 og komið að ýmsum verkefnum. Undanfarin ár hefur hann að mestu verið í byggingu á sérbýlum í Leirvogstungu og í Helgafellshverfi. Sérhæfing fyrirtækisins í dag er uppsetning á einingahúsum frá Smellinn. Magnús hefur setið í stjórn foreldrafélags Ölduselsskóla, stjórn JCI Reykjavík og situr nú í stjórn Meistarafélags húsasmiða. Magnús er giftur Guðrúnu Elku Róbertsdóttur hjúkrunarfræðing og eiga þau saman þrjú börn, tvær stelpur á aldrinum 16 og 18 ára og einn strák sem er á 15. ári.  

„Ég tek þátt í þessu framboði með Viðreisn vegna þess að ég vill gera góðan bæ, Mosfellsbæ, að betra bæjarfélagi. Mínar áherslur eru aðallega á umhverfis og skipulagsmál bæjarins“.  


VidMos03167_1_preview.png

6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir

Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir er tvítugur Mosfellingur og stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka BA gráðu í vor. Tamar vinnur með námi og hefur meðal annars starfað sem laganemi hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum og sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum. Í dag starfar hún sem lögreglumaður í fullu starfi hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Tamar hefur setið í stjórn Ungliðahreyfingar Viðreisnar, Suðvesturráðs Viðreisnar og Innanríkismálanefnd Viðreisnar. Tamar brennur fyrir bæði menntamálum og málum eldri borgara. „Öll verðum við gömul, í dag er staðan sú að erfitt er að manna þær stöður er sinna þjónustu við eldri borgara, bæði heimaþjónustu og starfsmönnum elliheimila. Ljóst er að á næstu árum mun eldri borgurum fjölga. Ég tel því mikilvægt að leggja áherslu á að skapa stefnu í þessum málaflokki þar sem hugað verður að því hvernig þjónustu við þennan hóp skal háttað“.


VidMos03170_1_preview.png

7. Karl Alex Árnason

Karl Alex Árnason er 24 ára og hefur búið í Mosfellsbæ alla sína tíð. Gekk hann í Varmárskóla en eftir grunnskóla lærði hann kjötiðn og starfa í dag sem kjötiðnaðarmaður hjá Stjörnugrís. Karl Alex hefur mikinn áhuga á öllum íþróttum og þegar hann var yngri þá æfði hann handbolta með Aftureldingu og svo síðar meir þjálfaði hann yngri flokka í handbolta hjá Aftureldingu. Karl Alex vill leggja mikla áherslu á íþrótta- og tómstundarmál sem og umhverfismál.

„Mosfellsbær er heilsueflandi bæjarfélag og vil ég að því verði haldið áfram og styrkt enn frekar, t.d. með hjólastíg að Esju í samstarfi við Reykjavík og með því að bæta aðstöðu Aftureldingar þannig að hún verði framúrskarandi í samanburði við önnur bæjarfélög. Huga þarf að frekari uppbyggingu í íþróttamálum og sjá til þess að viðhald á núverandi aðstöðu verð bætt til muna“.


VidMos03189_1_preview.png

8. Elín Anna Gísladóttir

Elín Anna er 30 ára rekstrarverkfræðingur. Hún starfar sem gagnasérfræðingur hjá Isavia ohf.  Elín Anna hefur gríðarlegan áhuga á að taka þátt í að bæta nærumhverfi sitt. Hún situr í stjórn FKA Framtíðar sem er ungliðahreyfing innan félags kvenna í atvinnulífinu. Hún situr líka í stjórn starfsmannafélags Isavia.

Elín Anna býr í Helgafellslandinu með unnusta sínum Sigurberg Guðbrandssyni og eiga þau 2 börn. Elín Anna er alin upp í Mosfellsbæ frá 1 árs aldri, tók stutt stopp hingað og þangað en er komin aftur heim. „Ég vil standa fyrir það að virkja öflugt bæjarfélag þar sem fólkið í bænum eru virkir þátttakendur. Ég vil að Mosfellsbær skari fram úr er varðar opna og gagnsæja stjórnsýslu þar sem allir vinna saman og íbúar eiga auðvelt með að fá upplýsingar. Ég vil að allir Mosfellingar geti verið stoltir af því að búa í bæjarfélagi þar sem fólki líður vel og vil þá sérstaklega horfa á að skapa börnunum okkar frábært umhverfi með góðum skólum, dagvistun og fjölbreyttri tómstundaiðkun“.


VidMos03206_1_preview.jpg

9. Ari Páll Karlsson

Ari Páll er fæddur árið 1997. Hann útskrifaðist úr Lágafellsskóla árið 2013 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands á síðasta ári. Ari tók virkan þátt í félagsstörfum á vegum skólans og var til að mynda formaður Listafélagsins og sat í stjórn Nemendafélagsins. Nú starfar Ari sem sölu- og þjónusturáðgjafi hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova. Helstu mál sem brenna á Ara í sveitastjórn eru mennta- og menningarmál en Ari stundaði nám við tónlistarskólann í mörg ár og hefur verið virkur meðlimur í Leikfélagi Mosfellssveitar frá því hann var aðeins 10 ára gamall. „Ég vil sjá listir blómstra í samfélagi Mosfellinga og sé ekkert standa í vegi fyrir því að Mosfellsbær gæti orðið leiðandi á sviði lista“.


VidMos03196_1_preview.png

10. Olga Kristrún Ingólfsdóttir

Olga Kristrún Ingólfsdóttir er fædd 1. október 1980. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Olga starfar sem verkefnastjóri hjá LS Retail ehf. Hún er í sambúð með Atla Erni Sævarssyni og eiga þau tvo syni, Ómar sem er 17 ára og Ingólf sem er 6 ára. „Ég vil gera góðan bæ enn betri og vil fá inn nýjar og ferska nálgun í málefnum eins og skólamálum, fjölskyldumálum og jafnrétti“.


32104730_10156289282103688_4206549175099195392_n.png

11. Pétur Valdimarsson

Pétur Valdimarsson er 51 árs viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann á og rekur bókhaldsfyrirtækið Spekt ehf. en hafði starfað fyrir Gámaþjónustuna sem fjármálastjóri í fjölda ára. Pétur vann einnig í umhverfisgeiranum í Lettlandi sem stjórnarmaður ýmissa fyrirtækja í endurvinnslu og sorphirðu. Pétur hefur búið í Mosfellsbæ með hléum frá 1993 og ól upp dætur sínar hér í bænum. „Ég gekk til liðs við Viðreisn vegna þeirra frjálslyndu viðhorfa sem flokkurinn leggur áherslu á og enn fremur vegna áherslu á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Þessi sjónarmið tel ég að eigi alltaf við og ekki síður í sveitarstjórnarmálum en í landsmálum“.


VidMos03184_1_preview.png

12. Erla Björk Gísladóttir

Erla Björk Gísladóttir er 34 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá sama skóla. Erla Björk hefur starfað í fjarskiptageiranum síðustu 12 árin, lengst af við ráðningar og mannauðsmál hjá Vodafone. Hún hefur ávallt tekið mikinn þátt í félagsstarfi og hefur einlægan áhuga á fólki og umhverfinu sínu. Erla Björk er Skagamaður í húð og hár en er himinlifandi með þá ákvörðun að setjast að í Mosfellsbænum. Hún flutti fyrir einu ári í Leirvogstunguna ásamt Róberti Árna sambýlismanni sínum og eru þau að hamast við að klára þar húsið sitt. „Ég tek þátt í framboði Viðreisnar því ég vil að Mosfellsbær sé spennandi valkostur fyrir alla, þar sem félagsleg úrræði eru framúrskarandi og skipulagsmál til fyrirmyndar“.


32169246_10156289388813688_2851808639017025536_n.png

13. Vladimír Rjaby

Vladimír Rjaby er 41 árs og hefur búið á Íslandi frá því 1999. Hann er lærður vélafræðingur. Vladimír hefur unnið sem bifvélavirki og rekur eigin bifreiðaverkstæði og bílaleigu. Hann er í sambúð og á þrjú börn og einn hund. Vladimír er mikill íþróttamaður og stofnaði ásamt öðrum ,,old boys” lið í íshokkí. Hann stundar fótbolta af kappi og æfði skíði og hjól í Slóvakíu. Vladimír talar fimm tungumál; slóvakísku, tékknesku, pólsku, rússnesku, íslensku og ensku en hann langar að bæta við þýsku og spænsku. Vladimír er einnig liðtækur skákmaður. Hann stofnaði Slóvakíska félagið á Íslandi og var einn af stofnendum Slóvakíska skólans og bókasafns með Slóvakískum bókum á Íslandi. Vladimír er alltaf tilbúinn til þess að hjálpa öðrum.

„Ég hef búið á Íslandi í 18 ár og það hefur gengið á ýmsu hér. Ég hef séð marga innflytjendur koma og fara á þessum tíma. Mig langar að leggja mitt af mörkum til samfélagsins og hjálpa innflytjendum að tengjast landinu þannig að þeir geti lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betri stað fyrir okkur öll“.


VidMos03192_1_preview.png

14. Guðrún Þórarinsdóttir

Guðrún Þórarinsdóttir er fædd 1966. Hún er viðurkenndur bókari og hefur unnið við bókhald og uppgjör í rúm 30 ár en síðan 2006 hefur hún rekið Rúnir Bókhaldsþjónustu ehf.
Guðrún er gift Helga Pálssyni, rafiðnfræðing og kennara. Synir þeirra eru Páll Helgason og Þórarinn Helgason. Guðrún hefur búið í Mosfellsbæ síðan 1979 en var fyrir það mikið í Mosfellsbænum þar sem föðurafi og amma hennar bjuggu á Sveinsstöðum og er pabbi hennar því gamall Mosfellingur og búa foreldrar hennar hér enn.

„Það hefur lengi blundað í mér að taka þátt í að móta samfélagið. Ég trúi því að ég geti hjálpað til við að gera Mosfellsbæ betri með því að taka þátt í starfi Viðreisnar í Mosfellsbæ. Mosfellsbær er yndislegur bær með góðu fólki en ýmislegt í bæjarmálum/stjórnsýslu má gera betur, t.d. auka gagnsæi“.


johann_VidreisnMos_BW.png

15. Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson er borinn og barnfæddur Mosfellingur. Hann er fæddur 1983 og hefur búið í bænum með hléum í tæp 20 ár. Hann er stærðfræðingur að mennt og hefur að mestu starfað við kennslu á því sviði og tengdum, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Jóhann hefur brennandi áhuga á skóla- og menntamálum og þá sérstaklega hvernig efla megi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum.

„Ég ákvað að taka þátt í þessu framboði þar sem ég tel að nýrra og ferskra hugmynda sé þörf í ýmsum brýnum málaflokkum, s.s. skóla-, fjölskyldu- og afþreyingarmálum. Tel ég að Viðreisn sé það stjórnmálaafl sem best sé til þess fallið að koma með nýjar lausnir í þessum málaflokkum, sem miðast við að virkja kraft einstaklingsins og skapa þannig betri bæ fyrir okkur öll“.


VidMos03207_1_preview.jpg

16. Sara Sigurvinsdóttir

Sara Sigurvinsdóttir er fædd árið 1989 og ólst upp á Selfossi. Í dag starfar hún sem sérfræðingur á starfsmannasviði Íslenska gámafélagsins. Sara er með B.A próf í Þjóðfélagsfræði og MS próf í Mannauðsstjórnun. Sara flutti í Mosfellsbæ fyrir um tveimur árum með eiginmanni sínum Ölvi Karlssyni og eiga þau saman tvö ung börn. Hún er hæstánægð með þá ákvörðun að hafa flutt í Mosfellsbæ og hlakkar til komandi tíma. „Ég vil leggja sérstaka áherslu á skóla- og umhverfismál en það er mikilvægt að Mosfellsbær tapi ekki þeirri sterku tengingu sem bærinn hefur við náttúruna“.


VidMos03198_1_preview.png

17. Sigurður Gunnarsson

Sigurður Gunnarsson er fæddur 1970 og hefur búið í Mosfellsdal í 9 ár. Hann er menntaður prentari og starfaði við það í þrettán ár hjá Prentsmiðjunni Odda og sjö ár hjá Morgunblaðinu. Sigurður starfar í dag sem löggiltur fasteignasali. Hann er giftur Jóhönnu Kjartansdóttur og saman eiga þau tvö börn yfir 18 ára aldri. „Ég vil leggja áherslu á að bæta umhverfismál og uppbygging útivistarsvæða“.


VidMos03181_1_preview.png

18. Hrafnhildur Jónsdóttir

Hrafnhildur Jónsdóttir er 59 ára, fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið í Mosfellsbæ síðan 1997 og á 2 börn. Hún er gagnfræðingur að mennt og hefur unnið sem ritari hjá Flugfélaginu Atlanta síðastliðin 16 ár. „Ég vil efla stjórnsýslu bæjarins, hafa meira gagnsæi, að boðleiðir séu skýrari og stuðla að jafnrétti meðal bæjarbúa. Ég hef einnig áhuga á umhverfismálum þar sem alltaf má gera betur“.