gerumBetur_Hvitur.jpg.jpg
 

MENNING

Þróttmikið menningar- og listastarf er eitt af einkennum Mosfellsbæjar. Listaskólinn starfrækir tónlistardeild, leikfélag, myndlistarskóla og öfluga skólahljómsveit. Jafnframt er gróskumikið kórastarf í bænum og fjölmargir starfandi listamenn. Segja má að í Mosfellsbæ hafi verið sáð vel í frjóan jarðveg og hér hafi sprottið sannkallaðar listaspírur. Þessu starfi bera að hlúa vel að áfram.

  • Við viljum bæta aðstöðu Tónlistardeildar Mosfellsbæjar, Bæjarleikhússins og Myndlistaskóla Mosfellsbæjar.

  • Við viljum vinna að því að auka notkun á litla sal Bókasafns Mosfellsbæjar þar sem listamenn geti sótt um að kynna verk sín.

  • Við viljum að skólar og mannvirki á vegum bæjarins opni dyr sínar fyrir listviðburðum og menningu. Þannig eflum við menningarlíf og gefum listamönnum tækifæri til að koma sér á framfæri, ásamt því að nýta betur aðstöðu sem þegar er til staðar.

  • Tryggja þarf að menning innan Mosfellsbæjar fái að blómstra og að bæjarfélagið styðji við þá sem gefa til samfélagsins í gegnum listgreinar.

  • Við viljum kanna möguleikann á því að nýtt húsnæði fyrir Listaháskóla Íslands verði byggt í Mosfellsbæ.