gerumBetur_Hvitur.jpg.jpg
 

FRAMTÍÐARSÝN VIÐREISNAR Í MOSFELLSBÆ

  • Við erum með gagnsæ vinnubrögð í stjórnsýslu og opið bókhald, njótum virkrar aðkomu bæjarbúa í hugmyndavinnu og ákvarðanatöku og mælum félagslegar framfarir.

  • Hjá okkur starfar umboðsmaður bæjarbúa og faglegur bæjarstjóri.

  • Við störfum eftir nýrri og metnaðarfullri skólastefnu, erum með samfellu í skólastarfi, nýja skóla í Helgafellslandi og Leirvogstungu og endurbættan Varmárskóla. Í bænum eru sjálfstætt starfandi skólar sem auka fjölbreytni í skólastarfi, veita aðhald og bjóða börnum og foreldrum fleiri valkosti í námi.

  • Þróttmikil og metnaðarfull íþróttastarfsemi í bænum starfar í glæsilegri og endurbættri íþrótta- og félagsaðstöðu á Varmá og við tryggjum öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku óháð efnahag.

  • Allir ferlar í skipulagsmálum eru gagnsæir, einfaldir og skýrir og málefnalegur metnaður í ákvörðunartöku og við bjóðum nægjanlegt framboð af lóðum fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnustarfsemi.

  • Í bænum er gróska í öflugri atvinnustarfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og hverskonar heilsueflandi starfsemi og ferðaþjónusta er áberandi. Í bænum bjóðast fjölbreytt og eftirsóknarverð störf og þjónusta við allra hæfi.

  • Við erum fyrirmyndarsamfélag í flokkun sorps, endurvinnslu, með frábær loftgæði og laus við mengun.

  • Í Mosfellsbæ er almenn þátttaka íbúa í heilsueflingu. Allir íbúar njóta útivistar í hreinu lofti í náttúruperlum bæjarfélagsins og vel er hlúð að viðhaldi umhverfisins og það verndað fyrir utanaðkomandi ágangi.

  • Lífskjör í Mosfellsbæ eru framúrskarandi og hér hafa allir jöfn tækifæri til að njóta lífisins. Þeir sem minna mega sín eru studdir til sjálfshjálpar, fatlaðir njóta notendastýrðrar þjónustu og þjónusta við aldraða er í samræmi við þarfir þeirra.

  • Blómstrandi menningar- og listastarf í bænum er öðrum samfélögum til fyrirmyndar.